Beint í efni
Í brennidepli

Dagskrá á bar­áttu­degi launa­fólks 1. maí

Viska hvetur félagsfólk sitt til að taka þátt í kröfugöngu og hátíðarhöldum á baráttudegi launafólks.

Ung kona úti að sumri til brosandi með tattú

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Félagsfólki í Visku er boðið að koma saman í anddyri Bíó Paradísar og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.

Anddyri Bíó Paradísar verður opnað kl. 11:30 og mæting er uppi á Skólavörðuholti kl. 13:00. Kröfugangan leggur af stað þaðan kl. 13:30. Gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.

Slagorð göngunnar í ár er „Sterk hreyfing, sterkt samfélag.“

Dagskrá

13:00

Safnast saman á Skólavörðuholti

13:30

Gangan hefst og verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á lngólfstorg.

14:00

Útifundur hefst. Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar.

Ræðu flytja Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis.

Bríet og Úlfur Úlfur munu taka lagið og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk saman lnternationalinn og Maístjörnuna.