Beint í efni
Félagsnet

Fé­lagsnet fræða­fólks sem starfar sjálf­stætt

Starf fræðafólks er fjölbreytt, það stundar rannsóknir, stundakennslu, handritagerð, ljósvakamiðlun, meðal annars. Sjálfstætt starfandi fræðafólk í Visku getur skráð sig í félagsneti fræðafólks sem starfar sjálfstætt.

Félagsnet fræðafólks sem starfar sjálfstætt er vettvangur þeirra sem vilja standa vörð um kjör og réttindi fræðafólks, hlúa að stéttarvitund og sýnileika og stuðla að auknu samstarfi, öflugri endurmenntun og efldum hag þeirra sem starfa sjálfstætt. 

Talsmaður fræðafólks sem starfar sjálfstætt í fulltrúaráði Visku er Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir.

Hver erum við?

Hópurinn er opinn fræðafólki sem starfar sjálfstætt að rannsóknum og þekkingarmiðlun og er menntað á sviði hug- eða félagsvísinda eða stundar þar nám. Einnig rannsakendum menntuðum af öðrum sviðum háskóla sem starfa að fræða- og þekkingarmiðlun. Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur sem og störfin. Þar má nefna rannsóknir, stundakennslu, handritsgerð, ljósvakamiðlun og svo framvegis.