Beint í efnixSHÍ

Há­skóla­nem­ar skipta máli

Kona stendur upp við vegg með síma
Há­skóla­nem­ar skipta máli

Hags­muna­gæsla há­skóla­nema

Að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði meðfram háskólanámi getur verið krefjandi og það er margt sem þarf að huga að. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska stéttarfélag hafa tekið höndum saman til þess að tryggja hagsmuni háskóla- nema á vinnumarkaði.

Karen Lind Skúladóttir kjara- og réttindafulltrúi
Kjör og réttindi háskólanema

Kjara- og rétt­inda­full­trúi há­skóla­nema

Karen Lind Skúldóttir er kjara- og réttindafulltrúi háskólanema. Í samtarfi við sérfræðinga Visku veitir hún háskólanemum á vinnumarkaði kjara- og réttindatengda þjónustu. Hægt er að senda henni fyrirspurn á netfangið kjarafulltruishi@hi.is.

Ung kona í gróðurhúsi í tölvu
Stéttarfélag háskólanema

Náms­manna­þjón­usta Visku

Háskólanemar sem skrá sig í Visku fá fría snjalltryggingu fyrir síma, tölvu, hjól og rafhlaupahjól. Þá býður Viska háskólanemum einnig upp á fría þjónustu, ráðgjöf og fræðslu.

Ungur maður stendur úti með bakpoka
Leyfðu okkur að styðja við þig

Styrk­ir Visku

Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum styrkjum og sjóðum, allt frá niðurgreiðslu á skólagjöldum og sálfræðikostnaði til afsláttamiða í flug.

Visku­mol­ar há­skóla­nema

  • Ég var að útskrifast

    Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.

    Lesa nánar
  • Ég er að fara í launaviðtal

    Starfsfólk hefur samningsbundinn rétt á launaviðtali einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali er yfirmanni skylt að veita það innan tveggja mánaða og á niðurstaða viðtalsins að liggja fyrir innan mánaðar.

    Lesa nánar
  • Ég á von á barni

    Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.

    Lesa nánar

Spurningar og svör