Háskólanemar skipta máli
Hagsmunagæsla háskólanema
Að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði meðfram háskólanámi getur verið krefjandi og það er margt sem þarf að huga að. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska stéttarfélag hafa tekið höndum saman til þess að tryggja hagsmuni háskóla- nema á vinnumarkaði.
Kjara- og réttindafulltrúi háskólanema
Karen Lind Skúldóttir er kjara- og réttindafulltrúi háskólanema. Í samtarfi við sérfræðinga Visku veitir hún háskólanemum á vinnumarkaði kjara- og réttindatengda þjónustu. Hægt er að senda henni fyrirspurn á netfangið kjarafulltruishi@hi.is.
Námsmannaþjónusta Visku
Háskólanemar sem skrá sig í Visku fá fría snjalltryggingu fyrir síma, tölvu, hjól og rafhlaupahjól. Þá býður Viska háskólanemum einnig upp á fría þjónustu, ráðgjöf og fræðslu.
Styrkir Visku
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum styrkjum og sjóðum, allt frá niðurgreiðslu á skólagjöldum og sálfræðikostnaði til afsláttamiða í flug.
Viskumolar háskólanema
Ég var að útskrifast
Lesa nánarAð fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.
Ég er að fara í launaviðtal
Lesa nánarStarfsfólk hefur samningsbundinn rétt á launaviðtali einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali er yfirmanni skylt að veita það innan tveggja mánaða og á niðurstaða viðtalsins að liggja fyrir innan mánaðar.
Ég á von á barni
Lesa nánarEf þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.
Spurningar og svör
Launin þín ráðast af samningum milli stéttarfélagsins þíns og vinnuveitanda. Í þeim samningum koma fram lágmarkslaun, yfirvinnugreiðslur og önnur kjör. Menntun, reynsla og lengd starfstíma geta einnig haft áhrif á launin.
Frekari upplýsingar um laun má finna inn á vef Visku.
Já, þú átt að fá ráðningarsamning þegar þú byrjar í nýju starfi. Samningurinn er mikilvægur því hann segir til um réttindi þín og skyldur, eins og laun, vinnutíma og frí. Það er gott að hafa þetta allt skriflegt svo það sé skýrt hvað þið hafið sammælst um. Ráðningarsamningurinn á líka að fylgja lögum og þeim kjarasamningi sem gildir á þínum vinnustað. Ef þú færð ekki ráðningarsamning skaltu spyrja um hann til að tryggja að allt sé í lagi.
Vinnutími í fullu starfi er venjulega 40 klukkustundir á viku en stundum er hægt að stytta vinnutímann niður í 36 klukkustundir án þess að launin lækki. Þetta er oft ákveðið í samráði milli starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað. Vinnutíminn fer líka eftir því hversu mikið þú vinnur (starfshlutfall) og ef þú vinnur meira en ákveðinn fjölda klukkustunda á viku getur þú átt rétt á yfirvinnugreiðslum. Þegar vaktavinna er skipulögð og vaktskrá gerð er mikilvægt að fylgja reglum um hvíld. Þú átt að fá að minnsta kosti 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og einn frídag í viku. Hámarksvinnutími á viku er 48 klukkustundir. Það er best ef vaktir fylgja líkamsklukkunni, þannig að þú vinnur fyrst morgunvakt, svo kvöldvakt, síðan næturvakt og færð svo hvíld.
Já, þú átt að fá launaseðil með hverri launagreiðslu. Á honum eiga að vera upplýsingar um launin þín, skatta, frádrætti, lífeyrissjóðsgreiðslur og hversu mikið verður greitt út. Hann ætti líka að sýna yfirvinnu og orlofsrétt ef við á.
Já, þú átt rétt á sumarfríi samkvæmt lögum. Það eru venjulega 24 til 30 virkir dagar á ári, en það fer eftir því hversu lengi þú hefur unnið á vinnustaðnum. Þú átt alltaf rétt á þessum frídögum en það hversu mikið þú færð greitt fyrir þá fer eftir því hvort þú vinnur fullt starf eða hlutastarf.
Já, þú átt rétt á veikindaleyfi ef þú verður veik(ur). Þú færð yfirleitt rétt til veikindaleyfis eftir mánaðarstarf og lengdin fer eftir því hversu lengi þú hefur unnið hjá vinnuveitanda þínum.
Ef þú lendir í slæmum samskiptum, áreitni eða einelti, ættir þú að leita til þíns stéttarfélags. Ef þú ert félagi í Visku þá skaltu hafa samband strax og einnig gæti þessi Viskumoli hjálpað. Athugað svo að vinnuveitandi er ábyrgur fyrir því að skapa öruggt vinnuumhverfi og grípa inn í ef eitthvað svona kemur upp.
Já, geðheilbrigði skiptir miklu máli. Vinnuveitandi á að tryggja að vinnuumhverfið sé stuðningsríkt og að það hafi ekki slæm áhrif á andlega heilsu þína. Ef þér líður illa í vinnunni geturðu rætt við stéttarfélagið þitt. Ef þú ert félagi í Visku þá skaltu hafa samband strax en félagið leggur mikla áherslu á að félgasfólki líði vel í vinnunni og utan hennar.
Lífeyrissjóður er sjóður sem tryggir þér tekjur þegar þú hættir að vinna eða ef þú missir starfsgetu. Þú borgar hluta af laununum þínum í lífeyrissjóð, en vinnuveitandinn borgar einnig fyrir þig.
Já, þú þarft að fylgjast með skattinum. Skattkortið þitt segir til um hversu mikið af laununum þínum fer í skatt. Þú getur nýtt persónuafslátt til að lækka skattgreiðslurnar. Ef þú ert sjálfstætt starfandi eða í verktöku þá þarft þú að standa skil á eigin skattagreiðslum.
Já, persónuverndarlög eiga líka við í vinnuumhverfinu. Vinnuveitandi má aðeins safna og vinna með persónuupplýsingar ef það er löglegt og í samræmi við reglur. Þú átt rétt á að vita hvernig farið er með upplýsingar um þig, hvort sem er að ræða skrifaðar upplýsingar eða t.d. myndbands- eða hljóðupptökur.
Stéttarfélög hjálpa þér að verja réttindi þín í samningaviðræðum um laun og starfsréttindi. Með því að skrá þig í Visku færðu einnig aðgang að námsmannaþjónustu félagsins. Í henni felst frí snjalltrygging og frí þjónusta og ráðgjöf. Ef þú biður launagreiðanda um að borga fyrir þig í Visku þá færðu aðgang að sjóðum sem þú getur t.d. notað til þess að fá styrk fyrir skjólagjöldum, sálfræðikostnaði, líkamsrækt o.s.frv. Þar að auki, ef þú skráir þig í Visku þá getur félagið aðstoðað þig við öll þau atriði sem er minnst á hér að ofan og meira til.