Velkomin í Visku
Viska er nútímalegt og framsækið stéttarfélag sem byggir á norrænni fyrirmynd. Félagið er stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi.
Viska er nútímalegt og framsækið stéttarfélag sem byggir á norrænni fyrirmynd. Félagið er stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi.
Áskoranirnar eru ólíkar eftir skeiðum starfsævinnar. Hvort sem þú ert í námi, á vinnumarkaði eða að huga að efri árum – þá styður Viska við bakið á þér.
Viska leggur áherslu á gott samstarf við launagreiðendur síns félagsfólks. Slíkt samstarf er bæði félagsfólki og vinnuveitendum í hag.
Hjá Visku fá háskólanemar fría snjalltryggingu fyrir síma, tölvur, hjól, snjallúr og rafhlaupahjól.
Á íslenskum vinnumarkaði eru kjör og réttindi ákveðin í gegnum miðlæga kjarasamninga. Hér er að finna gildandi kjarasamninga og launatöflur Visku við sína viðsemjendur.
Aðild að Visku opnar aðgang að öflugum sjóðum sem veita verðmæta styrki, hvort sem er fyrir símenntun eða líkamlegri og andlegri heilsu.
Hjá Visku færðu persónulega og óháða lífeyrisráðgjöf. Ráðgjöfin er veitt af sérfræðingi Visku sem hefur eingöngu þína hagsmuni að leiðarljósi.
Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.
Við starfsmissi er gott að vera í sambandi við stéttarfélagið sitt til að skoða vel uppsagnarbréfið og/eða starfslokasamninginn fyrir undirritun og íhuga næstu skref.
Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.