Beint í efni
Um Visku

Per­sónu­vernd­ar­stefna

Öflug persónuvernd er Visku kappsmál og félagið leggur mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem og í samræmi við bestu venjur.

Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Viska – stéttarfélag, kt. 491079-0459, Borgartúni 6, stendur að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga (hér eftir einnig „þú“). Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga um félaga Visku og einstaklinga sem heimsækja vefsíðu félagsins, www.viska.is, eða skrá sig á póstlista stéttarfélagsins, hvort sem upplýsingarnar eru geymdar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti. Þar með talin er vinnsla gagna í tengslum við eftirfarandi sjóði BHM; Orlofssjóð BHM (OBHM), Styrktarsjóð BHM (STBHM), Sjúkrasjóð BHM (SKBHM), Starfsþróunarsetur háskólamanna (STH), Starfsmenntunarsjóð (STRÍB).

Viska vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Persónuverndaryfirlýsing Visku er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til.