Beint í efni
Um Visku

Per­sónu­vernd­ar­stefna

Öflug persónuvernd er Visku kappsmál og félagið leggur mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem og í samræmi við bestu venjur. Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Viska – stéttarfélag, kt. 491079-0459, Borgartúni 27, stendur að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga (hér eftir einnig „þú“).

Viska stéttarfélag á aðild að Bandalagi háskólamanna (BHM), sem eru regnhlífasamtök stéttar- og fagfélaga háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Hlutverk BHM er að styðja við aðildarfélögin, og í því felst m.a. að innheimta og halda utan um greiðslur atvinnurekenda vegna félagsfólks Visku og annast rekstur og umsýslu sameiginlegra sjóða. Í ljósi þessa samstarfs er nauðsynlegt að Viska miðli til BHM ákveðnum upplýsingum um félagsfólk og fái jafnframt upplýsingar þaðan, til að tryggja réttmæta innheimtu, rétta skráningu og rétta meðhöndlun á réttindum félagsfólks. Félagsfólk Visku er hvatt til að kynna sér persónuverndaryfirlýsingu BHM sem nálgast má á vefsíðu bandalagsins www.bhm.is.

Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga um félagsfólk Visku og einstaklinga sem heimsækja vefsíðu félagsins, www.viska.is, eða skrá sig á póstlista stéttarfélagsins, hvort sem upplýsingarnar eru geymdar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti. Þar með talin er vinnsla gagna í tengslum við eftirfarandi sjóði BHM; Orlofssjóð BHM (OBHM), Styrktarsjóð BHM (STBHM), Sjúkrasjóð BHM (SKBHM), Starfsþróunarsetur háskólamanna (STH) og Starfsmenntunarsjóð (STRÍB).

Viska vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Persónuverndaryfirlýsing Visku er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til.