Beint í efni
Sjóðir og styrkir

Lík­ami og sál

Félagsfólk í Visku getur fengið fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Styrktarsjóður BHM og Sjúkrasjóður BHM veita félagsfólki í Visku styrki til að hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu sinni.

Styrktarsjóður

Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsfólk á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Margvíslegir styrkir eru veittir.

Sjóðurinn veitir styrki til félagsfólks vegna tekjutaps vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa. Þá veitir sjóðurinn einnig styrki vegna endurhæfingar og forvarna af ýmsum toga. Auk þess koma styrkir sjóðsins til móts við útgjöld vegna andláts sjóðfélaga.

Í Styrktarsjóði er meðal annars hægt að fá styrki vegna líkamsræktar, krabbameinsleitar, meðferða á sál og líkama, styrk vegna fæðinga, ættleiðinga og styrki vegna alvarlegra veikinda, styrki vegna líkamsræktar. 

Kynntu þér styrki úr styrktarsjóði hér.

Rétt í Styrktarsjóð eiga þau sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals sex mánuði þar af samfellt í þrjá mánuði.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Ung kona að hugleiða

Sjúkrasjóður BHM

Sjúkrasjóður BHM er fyrir félagsfólk á almennum vinnumarkaði. Margvíslegir styrkir eru veittir.

Sjóðurinn veitir styrki til félagsfólks vegna tekjutaps vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa. Þá veitir sjóðurinn einnig styrki vegna endurhæfingar og forvarna af ýmsum toga. Auk þess koma styrkir sjóðsins til móts við útgjöld vegna andláts sjóðfélaga.

Í Sjúkrasjóði er meðal annars hægt að fá styrki vegna líkamsræktar, krabbameinsleitar, meðferða á sál og líkama, styrk vegna fæðinga, ættleiðinga og styrki vegna alvarlegra veikinda og styrki vegna líkamsræktar. 

Kynntu þér styrki úr Sjúkrasjóði hér.

Rétt í Sjúkrasjóð eiga þau sem greitt hefur verið fyrir sjúkrasjóðsframlag í samtals sex mánuði þar af samfellt í þrjá mánuði.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Aðrir styrkir og sjóðir

Kona starir á vita
Sjóðir og styrkir

Starf­send­ur­hæf­ing

Félagsfólk í Visku hefur aðgang að þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. 

Maður situr í gróðurhúsi í blárri skyrtu
Sjóðir og styrkir

Starfs- og end­ur­mennt­un

Vegna sífelldra breytinga á vinnuumhverfi og verkefnum er mikilvægt að fólk geti stöðugt aflað sér nýrrar þekkingar og hæfni. 

Maður að ganga upp stiga
Sjóðir og styrkir

Vís­inda­sjóð­ur

Aðild að Visku opnar á úthlutun úr Vísindasjóði félagsins en sjóðnum er ætlað að vera kaupauki fyrir félaga sem greiddur er út í febrúar. 

ung kona brosir sími úti
Sjóðir og styrkir

Or­lofs­sjóð­ur

Félagsfólk í Visku á aðild að Orlofssjóði BHM, sem leigir félögum orlofshús og íbúðir um land allt, og býður upp á gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikortið og ferðaávísanir.