loading...
loading...
Áskoranirnar eru ólíkar eftir skeiðum starfsævinnar. Hvort sem þú ert í námi, á vinnumarkaði eða að huga að efri árum – þá styður Viska við bakið á þér.
Viska býður háskólanemum uppá þjónustu, ráðgjöf og fræðslu. Námsmannaþjónusta Visku er kjörin leið til að hefja starfsferilinn í stéttarfélagi við hæfi.
Viska lætur málefni háskólasamfélagsins sig varða og leggur áherslu á fræðslu og þjónustu fyrir háskólanema. Félagið vill eiga virkt samtal við hagsmunasamtök íslenskra háskóla á landsvísu og taka þátt í hagsmunabaráttu háskólanema.
Fyrir utan að bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir háskólanema þá gerir Viska kjarasamninga við aðila vinnumarkaðarins. Það þýðir að þú getur verið hjá Visku í gegnum alla þína starfsævi.
Leit að starfi er heilmikið verkefni sem krefst tíma, þekkingar og góðra verkfæra. Mikilvægt er að skipuleggja sig, setja sér markmið og huga að næstu skrefum.
Við upphaf ráðningar þá þarftu að upplýsa launagreiðanda í hvaða stéttarfélagi þú vilt vera. Við höfum tekið saman nokkur praktísk atriði sem annars vegar þú þarft að vita og hins vegar sem launagreiðandi þinn þarf að vita.
Starfsfólk Visku veitir ráð varðandi þín kjör og öll álitamál sem geta komið upp varðandi starfstengd réttindi og skyldur á þinni starfsævi.
Mismunandi er hvernig laun félagsfólks Visku eru ákveðin. Það fer hvort þú starfar hjá fyrirtæki á almennum markaði eða stofnunum á opinberum markaði.
Félagsfólk í Visku sem hugar að starfslokum getur haft samband við skrifstofu félagsins og fengið ráðgjöf varðandi lok starfsævinnar.
Að ýmsu er að huga þegar kemur að starfslokum en mismunandi er eftir því hvar á vinnumarkaðinum fólk starfar hvernig réttindum er háttað.