Beint í efni
Félagsnet

Fríð­indi til fé­lagsneta

Öflugt fræðslustarf

Viska styrkir fræðslustarfsemi félagsneta með allt að 100.000 kr. árlegum styrk fyrir fundaraðstöðu, veitingar og fyrirlesara á viðburðum, að fengnu samþykki skrifstofu félagsins og fyrir fram kynningu á dagskrá viðburðar. Styrkir eru yfirleitt greiddir beint til framkvæmdaaðila. Félagsnet geta einnig óskað eftir aukafjármagni frá stjórn fyrir önnur verkefni.

Aðkoma að kjaramálum

Félagsnet Visku getur átt aðkomu að umræðu um kjaramál í fulltrúaráði félagsins. Sé þörf á úttekt eða nánari skoðun á kjaramálum félagsfólks í félagsneti getur skrifstofa Visku tekið ákvörðun um að framkvæma slíka úttekt.

Traust bakland

Félagsnet geta fundað í húsnæði Visku sér að kostnaðarlausu, í samráði við skrifstofu félagsins. Viska kynnir starfsemi félagsneta m.a. á vefsíðu sinni, þar sem félagsfólk finnur upplýsingar um félagsnet og hvernig hægt er að taka þátt í starfi þeirra.