Félagsnet
Vilt þú stofna félagsnet?
Þegar félagsnet er stofnað þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði.
- Einungis félagsfólki í Visku er heimilt að stofna félagsnet og vera aðilar að félagsneti.
- Nafn félagsnets, skráð lýsing og markmið þess eru til birtingar á vefsíðu Visku.
- Valinn er fulltrúi félagsnets, sem er félagi í Visku, og tekur sæti á fulltrúaráðsfundum Visku.
- Tilkynna þarf formanni Visku um stofnun félagsnets sem leggur málið til afgreiðslu stjórnar Visku.
- Félagsnet mega ekki koma fram undir merkjum Visku án þess að hafa fengið til þess samþykki skrifstofu félagsins.
- Félagsneti ber að tilkynna skrifstofu Visku um breytingar á fulltrúa sínum í fulltrúaráði.
- Stjórn Visku getur ákveðið að leggja félagsnet niður t.d. ef félagsnet sendir ekki fulltrúa á fulltrúaráðsfund Visku tvö ár í röð.
Ef þú vilt stofna félagsnet þá getur þú sent okkur fyrirspurn.