
Námsmannaþjónusta Visku
Viska býður háskólanemum uppá þjónustu, ráðgjöf og fræðslu. Námsmannaþjónusta Visku er kjörin leið til að hefja starfsferilinn í stéttarfélagi við hæfi.

Hvað gerir Viska fyrir þig?
Námsfólk getur leitað til Visku með spurningar um fyrstu skref á vinnumarkaði. Allir háskólanemar sem eru skráðir í Visku eiga rétt á þjónustu og ráðgjöf sér að kostnaðarlausu.

Kjara- og réttindafulltrúi háskólanema
Viska og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman og veita nú háskólanemum þjónustu kjara- og réttindafulltrúa háskólanema. Í samtarfi við sérfræðinga Visku veitir fulltrúum háskólanemum á vinnumarkaði kjara- og réttindatengda þjónustu.

Snjalltrygging Visku
Viska býður öllum háskólanemum snjalltryggingu sér að kostnaðarlausu í samstarfi við Sjóvá. Það þýðir að háskólanemar í Visku fá snjalltæki, tölvu, hjól og rafhlaupahjól tryggð í gegnum Visku, án þess að þurfa að stofna til formlegra viðskipta við Sjóvá.