Beint í efni
Um Visku

Starfs­fólk

Á skrifstofu Visku starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af öllu sem tengist kjaramálum og verkefnum stéttarfélaga.

  • Anna S. Ragnarsdóttir

    Anna S. Ragnarsdóttir

    skrifstofa
    anna@viska.is

    Anna sér um skrifstofu Visku. Hún hefur langa reynslu af rekstri og þjónustu við félagsfólk enda sá hún áður um þjónustuskrifstofu þeirra félaga sem síðar runnu inn í Visku, allt frá árinu 2003. Anna ber ábyrgð á bókhaldi, aðföngum og skrifstofu félagsins.

  • Bjarni Kristjánsson

    Bjarni Kristjánsson

    þjónusta og ráðgjöf
    bjarni@viska.is

    Bjarni er verkefnastjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Visku. Hann hefur áratuga reynslu af ráðgjöf varðandi réttindi einstaklinga við starfslok, vegna örorku eða ellilífeyris. Bjarni sér um ráðgjöf og þjónustu við félagsfólk. 

  • Bragi Rúnar Jónsson

    Bragi Rúnar Jónsson

    fjármálastjóri
    bragi@viska.is

    Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af rekstri og fjármálastjórnun fyrirtækja en hann hefur meðal annars starfað sem fjármálastjóri hjá Actavis og sviðsstjóri reikningshalds og kostnaðareftirlits hjá Alvotech. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MPM-gráðu í verkefnastjórnun og MSc-gráðu í stjórnun og stefnumótun.

  • Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

    Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

    formaður
    brynhildur@viska.is

    Brynhildur er formaður Visku. Hún er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands og Columbia University og með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Brynhildur hefur langa reynslu af félagsstörfum og starfaði áður sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.

  • Gauti Skúlason

    Gauti Skúlason

    samskipti og markaðsmál
    gauti@viska.is

    Gauti er verkefnastjóri samskipta og markaðsmála hjá Visku og hefur lokið námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hann starfaði áður sem þjónustufulltrúi hjá BHM og sinnir alhliða þjónustu auk þess að bera ábyrgð á fyrirkomulagi samskipta við félagsfólk.

  • Georg Brynjarsson

    Georg Brynjarsson

    framkvæmdastjóri
    georg@viska.is

    Georg er framkvæmdastjóri Visku. Hann er með BSc-gráðu í viðskiptafræði og MSc-gráðu í hagfræði. Hann hefur unnið fjölbreytt störf á sviði vinnumarkaðsmála og starfaði áður sem hagfræðingur BHM. Hann ber ábyrgð á rekstri skrifstofunnar.

  • Júlíana Guðmundsdóttir

    Júlíana Guðmundsdóttir

    lögmaður hdl.
    juliana@viska.is

    Júlíana er lögfræðingur að mennt og hefur héraðsdómslögmannsréttindi. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sinnir alhliða verkefnum fyrir félagsfólk, ekki síst lagatengdum úrræðum.

  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir

    Katrín Björg Ríkarðsdóttir

    kjara- og réttindamál
    katrin@viska.is

    Katrín er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku.  Hún er með BA próf í sagnfræði, M.Ed. gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti og diplómu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Katrín ber ábyrgð á gerð stofnana- og fyrirtækjasamninga og starfsmati sveitarfélaganna.

  • Vilhjálmur Hilmarsson

    Vilhjálmur Hilmarsson

    hagfræðingur Visku
    vilhjalmur@viska.is

    Vilhjálmur er hagfræðingur Visku. Hann er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og M.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Vilhjálmur starfaði áður sem hagfræðingur BHM. Hann ber ábyrgð á málefnum Visku á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála.

  • Þóra Þorgeirsdóttir

    Þóra Þorgeirsdóttir

    ráðgjafi
    thora@viska.is

    Þóra er ráðgjafi hjá Visku. Hún er með B.A. próf í félagsráðgjöf með starfsréttindum frá Háskóla Íslands. Þóra starfaði áður sem ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingu. Hún veitir almenna vinnumarkaðsráðgjöf og sérhæfða þjónustu, persónubundna þjónustu.