Gott starfsumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað. Margt getur haft áhrif á vellíðan þína og mikilvægt er leita ráðgjafar til að bregðast rétt við komi upp alvarlegt vandamál.
Starfsfólk hefur samningsbundinn rétt á launaviðtali einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali er yfirmanni skylt að veita það innan tveggja mánaða og á niðurstaða viðtalsins að liggja fyrir innan mánaðar.
Miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði um allan heim á undanförnum árum og æ algengara að fólk kjósi að starfa sjálfstætt. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun og vinnumarkaðurinn þarf sífellt að aðlaga sig að breyttum veruleika og spennandi tækifærum.
Í hröðum heimi er mikilvægt að loka tölvunni og njóta þess að fara í frí. Þegar þú ert í orlofi er fátt betra en að aftengjast, hvílast, njóta með fjölskyldunni, ferðast eða gera það sem hentar þér best til að hlaða batteríin.
Þegar líða fer á starfsævina hafa flest leitt hugann að því hvernig best er að haga eftirlaunaárunum. Fyrir sum eru þessi tímamót langþráð en hjá öðrum eru blendnari tilfinningar og skrefin jafnvel erfið.
Það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu þó svo háskólaprófið og draumastarfið séu í höfn. Endurmenntunartækifærin eru fjölmörg og aldrei of seint að læra eitthvað nýtt.
Veikindi og slys eru margvísleg. Afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og andlegar. Allt launafólk á rétt á launum frá atvinnurekanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort viðkomandi sé opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði.
Við starfsmissi er gott að vera í sambandi við stéttarfélagið sitt til að skoða vel uppsagnarbréfið og/eða starfslokasamninginn fyrir undirritun og íhuga næstu skref.
Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.
Að fara út á vinnumarkað eftir útskrift er spennandi tími. Gott er að velta vel fyrir sér hvers konar starf hentar menntun þinni og setja sér markmið um hvert þú vilt stefna á vinnumarkaði.