Ég veiktist eða slasaðist
Höfundur
Bjarni Kristjánsson
Veikindi og slys eru margvísleg. Afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og andlegar. Allt launafólk á rétt á launum frá atvinnurekanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort viðkomandi sé opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði.
Þegar veikindadagar hjá atvinnurekanda klárast getur félagsfólk átt rétt á greiðslum frá sjúkrasjóðum BHM. Viska er góður bakhjarl við slíkar aðstæður og hjálpar félagsfólki við að setja upp áætlun með framhaldið.
Veikindaréttur fer eftir starfsaldri og er talinn í almanaksdögum. Ríkisstarfsmenn hafa afar góðan veikindarétt í kjarasamningi Visku.
Starfstími Fjöldi daga
0–3 mánuðir í starfi 14 dagar
Næstu 3 mánuðir í starfi 35 dagar
Eftir 6 mánuði í starfi 119 dagar
Eftir 1 ár í starfi 133 dagar
Eftir 7 ár í starfi 175 dagar
Eftir 12 ár í starfi 273 dagar
Eftir 18 ár í starfi 360 dagar
Söfnun orlofsdaga í veikindaleyfi
Það telst vinnutími þótt starfsmaður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Því safnar starfsmaður orlofsrétti í veikindaleyfi.
Tilfærsla orlofsdaga á milli ára vegna veikinda
Heimilt er að færa orlof á milli ára ef veikindi koma i veg fyrir að starfsmaður getur tekið orlofsdaga. Aðeins er hægt að færa orlof um eitt ár.
Veikindaréttur fer eftir starfsaldri og er talinn í almanaksdögum. Starfsmenn sveitarfélaga hafa afar góðan veikindarétt í kjarasamningi Visku.
Starfstími Fjöldi daga
0–3 mánuðir í starfi 14 dagar
Næstu 3 mánuðir í starfi 35 dagar
Eftir 6 mánuði í starfi 119 dagar
Eftir 1 ár í starfi 133 dagar
Eftir 7 ár í starfi 175 dagar
Eftir 12 ár í starfi 273 dagar
Eftir 18 ár í starfi 360 dagar
Söfnun orlofsdaga í veikindaleyfi
Það telst vinnutími þótt starfsmaður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Því safnar starfsmaður orlofsrétti í veikindaleyfi.
Tilfærsla orlofsdaga á milli ára vegna veikinda
Heimilt er að færa orlof á milli ára ef veikindi koma i veg fyrir að starfsmaður getur tekið orlofsdaga. Aðeins er hægt að færa orlof um eitt ár.
Á fyrsta ári safnar starfsfólk tveimur veikindadögum fyrir hvern unnin mánuð hjá sama atvinnurekanda.
- Réttur til veikindaleyfa eftir lengur en eitt ár hjá sama atvinnurekenda:
- Eftir eins árs starf hjá sama atvinnurekanda á starfsfólk rétt á tveimur mánuðum á föstum launum á hverjum 12 mánuðum
- Eftir fimm ára starf hjá sama atvinnurekanda á starfsfólk rétt á fjórum mánuðum á föstum launum á hverjum 12 mánuðum
- Eftir tíu ára starf hjá sama atvinnurekanda á starfsfólk rétt á sex mánuðum á föstum launum á hverjum 12 mánuðum.
- Ef starfsmaður hefur áunnið sér réttindi til fjögurra eða sex mánaða veikindaleyfis hjá síðasta atvinnurekanda og skiptir um vinnustað, þá á hann rétt á tveggja mánaða veikindaleyfi á hverjum 12 mánuðum.