Beint í efni
Um Visku

Frétt­ir

Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.

  • Vefverðlaun - hópmynd
    Fréttir

    Viska.is hlaut Íslensku vefverðlaunin

    Vefur Visku hlaut verðlaun í flokki efnis- og fréttaveita á Íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu síðastliðinn föstudag. Að auki var vefurinn útnefndur upphlaupari ársins í flokki fyrirtækjavefja fyrir smærri fyrirtæki.

  • karlmaður situr við glugga
    Fréttir

    Mikil aðsókn í aðstoð Visku við skil á skattframtali

    Í byrjun mars bauð Viska félagsfólki sínu upp á aðstoð við skil á skattframtali í formi netnámskeiða og einstaklingsráðgjafar. Góð aðsókn var á námskeiðin og bókuðust tímar í einstaklingsráðgjöf upp.

  • Menntasjóður námsmanna
    Greinar

    Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?

    Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) er fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða.

  • viska_undirritun_SÍNE
    Samstarf

    SÍNE og Viska í samstarf

    Nýverið undirrituðu Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og Viska – stéttarfélag samstarfssamning um fræðslu á sviði kjara- og réttindamála fyrir háskólanema sem snúa aftur til Íslands eftir nám erlendis.

  • Ungur maður og ung kona í tölvu á kaffihúsi
    Fræðsla

    Viska aðstoðar við skil á skattframtali

    Líkt og á síðasta ári býður Viska félagsfólki sínu upp á fræðslu og ráðgjöf vegna skila á skattframtali. Boðið verður upp á rafræn námskeið sem taka tillit til ólíkra hópa, hvort sem er launafólks eða sjálfstætt starfandi einstaklinga.

  • viska_listahaskolinn-2.jpg
    Samstarf

    Viska og SLHÍ taka höndum saman

    Viska og Stúdentaráð Listaháskóla Íslands (SLHÍ) hafa gert með sér samstarfssamning um fræðslu til háskólanema á sviði kjara- og réttindamála.

  • Kona í tölvu snýr baki í myndavélina

    Kjarasamningur við SFV samþykktur með miklum meirihluta

    Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.

  • Visku kort
    Fréttir

    Úthlutun úr Vísindasjóði

    Félagsfólk Visku hefur fengið greitt úr Vísindasjóði vegna ársins 2025.

  • Visku borðfáni
    Kjaraviðræður

    Viska undirritar kjarasamning við SFV

    Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.

  • Kona horfir í myndavélina og stendur inn á veitingastað
    Fréttir

    Úthlutað verður úr Vísindasjóði

    Greitt verður úr Vísindasjóði Visku föstudaginn 14. febrúar nk. Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr Vísindasjóðnum.

  • Kona dökkt hár horfir ekki í myndavél í tölvu
    Fréttir

    Stefna og þróun kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga

    Boðað er til fundar kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16:00–18:00. Fundurinn fer fram í fundarsal Visku – stéttarfélags, á 3. hæð í Borgartúni 27. Fyrir þau sem ekki komast á staðinn verður í boði að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.