Beint í efni
Kjör og réttindi

Stofn­ana­samn­ing­ar

Viska gerir stofnanasamninga við stofnanir á vegum ríkisins. Stofnanasamningur er sérstakur samningur milli stofnunar og stéttarfélags þar sem ákveðnir hlutar kjarasamnings eru aðlagaðir að þörfum stofnunar og starfsfólks hennar.

Gildandi stofnanasamningar

Hér fyrir neðan er listi yfir þær stofnanir sem eru með stofnanasamning við Visku. Unnið er að því að setja alla stofnansamninga Visku inn á vefinn. Þangað til er hægt að senda fyrirspurn á skrifstofu Visku og óska eftir stofnanasamningi.

Hvað eru stofnanasamningar?

Kjarasamningar við ríkið eru tvískiptir. Annars vegar eru gerðir miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur, miðlægar hækkanir o.s.frv. og hins vegar stofnanasamningar þar sem ákveðnir hlutar úr kjarasamningi eru aðlagaðir að starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig.

Við stofnanasamningsgerð setjast aðilar stéttarfélags og stjórnendur stofnunar niður til að semja um útfærslu á tilteknum þáttum kjarasamnings. Þá er hægt að taka tillit til hlutverks stofnunar og innra skipulags við samningsgerðina. Meðal þess sem samið er um er hvernig störf raðast í launatöflu og hvaða persónubundnu hæfniviðmið geta haft áhrif á röðunina.

Markmiðið er að styrkja starfsemi einstakra stofnana þegar til lengri tíma er litið.

Stofnanasamningi er ekki hægt að segja upp sérstaklega. Viðræður um hann fara fram undir friðarskyldu, því er ekki hægt að beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum sem slíkum.

BHM og ríkið hafa sameiginlega gefið út handbók um gerð og inntak stofnanasamninga þar sem finna má ýmsar leiðbeiningar er varða gerð stofnanasamninga.