Fríðindi kjaradeilda
Öflugt fræðslustarf
Viska styrkir fræðslustarfsemi kjaradeilda með því að veita styrki fyrir leigu á húsnæði, sem og fyrr veitingum og fyrirlesurum á námskeiðum og ráðstefnum.
Aðkoma að kjaramálum
Kjaradeildir Visku geta tekið þátt í umræðu um kjaramál í fulltrúaráði félagsins. Sé þörf á úttekt eða nánari skoðun á kjaramálum félagsfólks í viðkomandi kjaradeild getur félagið látið framkvæma slíka úttekt.
Traust bakland
Viska kynnir starf kjaradeilda félagsins á vef sínum, þar sem m.a. er að finna upplýsingar um hvernig félagsfólk getur tekið þátt í starfi þeirra. Þurfi kjaradeild fé til að kosta ákveðin verkefni getur hún leitað til félagsins um aðstoð við öflun þess.
Dýrmæt þjónusta
Kjaradeildir Visku hafa aðgang að skrifstofu félagsins þar sem starfa sérfræðingar á hinu ýmsu sviðum er tengjast kjara- og réttindamálum, kynningar- og samskiptamálum og fjár- og rekstrarmálum.