Beint í efni
Um Visku

Smá­at­rið­in

Aðild að stéttarfélagi fylgja ýmis smáatriði og gott að hafa við höndina gagnlegar upplýsingar fyrir félagsfólk Visku jafnt sem launagreiðendur.

Félagsgjald

Félagsgjaldið í Visku  er 0,95% af heildarlaunum. Þessa upphæð dregur atvinnurekandi af launum og kemur til skila til Visku.

Iðgjöld

Iðgjöld í sjóði eru greidd með mótframlagi frá launagreiðanda.

Styrkir og sjóðir

Viska er aðili að heildarsamtökunum BHM en það er bandalag marga stéttarfélaga sem sameinast um hina ýmsu hagsmuni. Þá reka þessi stéttarfélög einnig sameiginlega sjóði í gegnum skrifstofu BHM. Þannig að ef þú ert í öðru stéttarfélagi innan BHM þá heldur þú réttindum þínum í alla sjóði en ef þú ert í stéttarfélagi sem er ekki aðili að BHM þá þarftu að hefja réttindaávinnslu í sjóðum upp á nýtt. 

Sjóðir BHM, styrkir og réttindaávinnsla virka með eftirfarandi hætti.