Smáatriðin
Aðild að stéttarfélagi fylgja ýmis smáatriði og gott að hafa við höndina gagnlegar upplýsingar fyrir félagsfólk Visku jafnt sem launagreiðendur.
Félagsgjald
Félagsgjaldið í Visku er 0,95% af heildarlaunum. Þessa upphæð dregur atvinnurekandi af launum og kemur til skila til Visku.
Iðgjöld
Iðgjöld í sjóði eru greidd með mótframlagi frá launagreiðanda.
- Sjúkrasjóður BHM - 1% af heildarlaunum.
- Styrktarsjóð BHM - 0,75% af heildarlaunum.
- Orlofssjóður BHM - 0,25% af heildarlaunum.
- Starfsmenntunarsjóður BHM - 0,22% af heildarlaunum.
- Starfsþróunarsetur háskólamanna - 0,70% af heildarlaunum.
- Vísindasjóður Visku - Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum / Önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum / Almennur vinnumarkaður 1,5% af dagvinnulaunum.
Styrkir og sjóðir
Viska er aðili að heildarsamtökunum BHM en það er bandalag marga stéttarfélaga sem sameinast um hina ýmsu hagsmuni. Þá reka þessi stéttarfélög einnig sameiginlega sjóði í gegnum skrifstofu BHM. Þannig að ef þú ert í öðru stéttarfélagi innan BHM þá heldur þú réttindum þínum í alla sjóði en ef þú ert í stéttarfélagi sem er ekki aðili að BHM þá þarftu að hefja réttindaávinnslu í sjóðum upp á nýtt.
Sjóðir BHM, styrkir og réttindaávinnsla virka með eftirfarandi hætti.
Það tekur þig sex mánuði að vinna þér inn réttindi til þess að geta sótt um styrk í sjóðnum. Greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn um styrk er send inn. Styrkir í sjóðnum eru t.d. fyrir líkamsrækt, sálfræðikostnað, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrk og sjúkradagpeninga (mjög mikilvægt)
Það tekur þig sex mánuði að vinna þér inn réttindi til þess að geta sótt um styrk í sjóðnum. Greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn um styrk er send inn. Styrkir í sjóðnum er t.d. fyrir líkamsrækt, sjálfræðikostnaði, sjúkraþjálfun, fæðingarstyrkur, sjúkradagpeningum (mjög mikilvægt)
Það tekur þig einn mánuð að vinna þér inn réttindi til þess að geta sótt um styrk í sjóðnum. Þú hefur aðgang að afsláttarmiðum í flug, sumarbústöðum o.s.frv.
Það tekur þig sex mánuði að vinna þér inn réttindi til þess að geta sótt um styrk í sjóðnum. Greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn um styrk er send inn. Þetta er endurmenntunarsjóður þar sem þú getur sótt um 120.000 kr. styrk á 24 mánaða fresti.
Það tekur þig sex mánuði að vinna þér inn réttindi til þess að geta sótt um styrk í sjóðnum ef þú ert á almennum vinnumarkað en einn mánuð ef þú ert á opinberum vinnumarkaði. Þetta er endurmenntunar- og starfsþróunarsjóður þar sem þú getur sótt um ca. 600.000 kr. styrk á 24 mánaða fresti.
Aðild að Visku opnar á úthlutun úr vísindasjóði félagsins en sjóðnum er ætlað að vera kaupauki fyrir félaga sem greiddur er út einu sinni á ári. Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í sjóðinn á tímabilinu 1. janúar - 31. desember en vinnuveitandi greiðir próstentu af dagvinnulaunum í vísindasjóð. Félagar sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð fá úthlutað úr sjóðnum í febrúar ár hvert. Félagar þurfa ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum og fá senda tilkynningu í tölvupósti þegar greiðsla hefur farið fram. Með því að greiða í vísindasjóð Visku ertu í raun að fá kaupauka á hverjum mánuði sem greiddur út í byrjun næsta árs.