Starfsmat sveitarfélaga
Starfsmat er kerfi sem notað er til að leggja mat á hvaða ábyrgð og skyldur starf felur í sér og hvaða kröfur þarf að gera til starfsmannsins sem því sinnir. Kerfið var hannað til að hægt væri að leggja samræmt mat á ólík störf og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf.
Starfsmat Visku
Til að finna störf hjá Reykjavíkurborg þá getur þú smellt hér.
Störf hjá öðrum sveitarfélögum má finna undir Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga með því að smella hér.
Hvað er starfsmat?
Hjá Visku byggjast laun félagsfólks sem starfar hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum annars vegar á miðlægum heildarkjarasamningi og hins vegar sérstöku starfsmati.
Verkefnastofa starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.
Starfsmat er:
- Aðferð til að leggja samræmt mat á ólík störf
- Aðferð til að gera forsendur launaákvarðana sýnilegri
- Aðferð til þess að gera rökin á bak við launaákvarðanir skýrari
- Leið til að ákvarða sömu laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf
Starfsmat er ekki:
- Mat á persónulegri hæfni starfsmanna í starfi
- Mat á árangri starfsmanna í starfi
- Mat á frammistöðu starfsmanna í starfi
Hvernig er starf metið?
Röðun starfa í starfsmati er á ábyrgð starfsmatsnefndar sem skipuð er 3 fulltrúum vinnuveitanda og 3 fulltrúum stéttarfélaga.
Mikilvægt er að endurmeta störf með reglulegu millibili til þess að fylgja eftir breytingum eða þróun starfa. Alltaf er unnt að óska eftir endurmati á starfi ef starfsmanni eða hópi starfsmanna finnst matið á starfinu ekki rétt á einstökum þáttum eða að matið nái ekki yfir verksvið og/eða umfang viðkomandi starfs.
- Starfsmatsviðtali
- Útfylltum spurningalista starfsmatsins
- Starfslýsingu
- Öðrum upplýsingum um starf fengnar frá viðkomandi stofnun
- Alls eru 677 lokaðar spurningar í kerfinu.
- Gert er ráð fyrir að starfsmaður í starfsmati þurfi að svara á bilinu 80–100 spurningum.
- Hvert starfsmatsviðtal tekur 2–3 klst.
- Fulltrúi Visku er viðstaddur starfsmatsviðtalið.
- Fulltrúinn er starfsmanni til aðstoðar, hefur yfirsýn yfir störfin á vinnustaðnum/félagssvæðinu.
Mat á starfi byggist á þrettán þáttum sem skipt er í fjóra flokka.
- Þekking og færni (38,4%)
- Álag (25,4%)
- Ábyrgð (31,2%)
- Umhverfi (5%)
Smellið hér til að fræðast meira um ólíka þætti starfsmatskerfisins.
- Þáttunum 13 er svo skipt niður í 5–8 þrep (alls 77 þrep í kerfinu)
- Undirþættirnir byggja á skilgreiningu sem felur í sér upptalningu á kröfum sem starf þarf að uppfylla til að vera metið á því þrepi
- Hvert þrep gefur ákveðinn stigafjölda og að lokum eru heildarstig starfs reiknuð út frá samanlögðum stigum allra þátta
- Þessi tala reiknast svo yfir í launatöflu út frá tengireglu og kallast það starfslaun
Smellið hér til að lesa þrepaskilgreiningar fyrir stigagjöf í starfsmati.