Hlutverk Kjaradeilda
Kjaradeildir Visku sjá um kjara- og fræðslumál félagsfólks Visku á sínu fagsviði, starfsvettvangi eða landsvæði. Kjaradeildir eru stjórn Visku til ráðgjafar á sínu sviði, vinna að því að styrkja stöðu síns félagsfólks og efla þekkingu þess á kjara- og réttindamálum.
Kjaradeildir bera ábyrgð á innra skipulagi sínu og setja sér starfsreglur og árlega fjárhags- og rekstraráætlun, þar með talda áætlun um kostnað vegna þóknunareininga. Starfsreglur kjaradeildar sem og fjárhags- og rekstraráætlanir skulu lagðar fyrir stjórn Visku til samþykktar. Skrifstofa Visku heldur utan um félagatal og önnur gögn kjaradeilda.
Stjórn Visku er heimilt að veita kjaradeild samningsumboð fyrir viðeigandi fagsvið, starfsvettvang eða landsvæði. Formaður kjaradeildar og tveir til fjórir aðalmenn í stjórn kjaradeildar eru kosnir til eins árs í rafrænum kosningum.
Formenn kjaradeilda eiga sæti í fulltrúaráði Visku. Formaður Visku er talsmaður kjaradeildar nema stjórn félagsins ákveði annað.
Ein kjaradeild er starfandi innan Visku, Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga, en hún er skipuð félagsfólki sem áður var í einu stofnfélaga Visku, Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga.