Hvað gerir Viska fyrir þig?
Á skrifstofu Visku starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af kjaramálum og verkefnum stéttarfélaga. Viska veitir þér fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf varðandi kjör og réttindi þín.
Sérfræðingar Visku aðstoða félagsfólk við eftirfylgni og túlkun kjarasamninga og geta svarað spurningum varðandi kjara- og réttindamál.
Dæmi um algengar spurningar tengdar kjarasamningum:
- Er ég að fá greitt samkvæmt réttum launataxta?
- Hversu marga orlofs- eða veikindadaga á ég?
- Hver er réttur minn ef ég veikist á meðan ég er í orlofi?
Sérfræðingar Visku aðstoða við lausn ágreiningsmála sem varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga. Þar með talið er aðstoð við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.
Ef þess er óskað getur Viska verið talsmaður einstakra félagsmanna gagnvart vinnuveitanda og veitt lögfræðilega ráðgjöf í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
Sérfræðingar Visku veita ráðgjöf við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.
Skrifstofan veitir einnig fræðslu og stuðning við undirbúning launaviðtala, enda skiptir miklu máli að félagsfólk mæti vel undirbúið í launaviðtöl og geti vísað í gögn og samningstexta eftir því sem við á.
Við uppsögn geta sérfræðingar Visku veitt ráðgjöf um atriði sem snúa að framkvæmd uppsagnarinnar og uppgjöri vegna starfsloka, til dæmis varðandi áunnið orlof og innheimtu útistandandi launa.
Sérfræðingar Visku geta líka veitt félagsfólki fræðslu í tengslum við starfsleit og leiðbeint við skráningu atvinnuleysis.
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að fjölbreyttum sjóðum og styrkjum.
Sérfræðingar Visku eru reiðubúnir til að aðstoða félagsfólk við hvaðeina sem viðkemur kjörum og réttindum þeirra.