Beint í efni
Vefverðlaun - hópmynd
Fréttir

Viska.is hlaut Ís­lensku vef­verð­laun­in

Höfundur

Georg Brynjarsson

Georg Brynjarsson

framkvæmdastjóri

Vefur Visku hlaut verðlaun í flokki efnis- og fréttaveita á Íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu síðastliðinn föstudag. Að auki var vefurinn útnefndur upphlaupari ársins í flokki fyrirtækjavefja fyrir smærri fyrirtæki.

Vefurinn er unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna og Jökulá, þar sem lögð var sérstök áhersla á vandað útlit, notendavænt viðmót og virka þátttöku notenda. Íslensk ljósmyndun gegnir lykilhlutverki í heildarútliti og ásýnd vefsins.

„Það er ótrúlega gaman og heiður að hljóta Íslensku vefverðlaunin strax á fyrsta ári vefsins. Þetta er mikil hvatning fyrir okkur, því í þróun eru margar spennandi nýjungar sem við hlökkum til að kynna á árinu. Vefir samstarfsaðila okkar á Norðurlöndum hafa einnig verið okkur innblástur, þar sem áhersla er lögð á að bæta þjónustugildi fyrir félagsfólk. Það er frábært að fá svona góðar móttökur strax í upphafi,“ segir Gauti Skúlason verkefnastjóri samskipta og markaðsmála hjá Visku.

Að verðlaununum standa Samtök vefiðnaðarins (SVEF), sem árlega halda Íslensku vefverðlaunin – uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Markmið hátíðarinnar er að efla fagið, verðlauna framúrskarandi veflausnir og hvetja fólk í greininni til frekari dáða.