
Viska aðstoðar við skil á skattframtali
Höfundur

Gauti Skúlason
Líkt og á síðasta ári býður Viska félagsfólki sínu upp á fræðslu og ráðgjöf vegna skila á skattframtali. Boðið verður upp á rafræn námskeið sem taka tillit til ólíkra hópa, hvort sem er launafólks eða sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Guðmundur St. Maríusson sér um námskeiðin og svarar fyrirspurnum félagsfólks. Guðmundur er sérfræðingur í skattamálum með áralanga reynslu í fjármálaráðgjöf.
Námskeiðin eru þrjú talsins og fara fram á eftirfarandi tímum.
- Miðvikudaginn 5. mars kl. 17:00 – 18:15: Skattframtal launafólks.
- Mánudaginn 10. mars kl. 17:00 – 18:30: Skattframtal launafólks. Verktakagreiðslur og eyðublöð.
- Miðvikudaginn 12. mars kl. 17:00 – 18:15: Skattframtal launafólks.
Á námskeiðunum verður m.a. farið yfir:
- Frádráttarliði og eyðublöð sem þarf að fylla út
- Útreikninga og niðurstöður álagningaseðils
- Reiknivélar á vef RSK
- Helstu tölur varðandi fjármagnstekjuskatt og tekjuskattsþrep
Ef námskeið duga ekki félagsfólki til þess að fá svör við öllum sínum spurningum varðandi skil á skattframtali þá er hægt að bóka tíma í einstaklingsráðgjöf sem fer fram í gegnum 30 mínútna fjarfundi. Athugið að takmarkað magn tíma í einstaklingsráðgjöf er í boði.
Félagsfólk Visku hefur þegar fengið sendan tölvupóst með skráningarupplýsingum fyrir bæði námskeiðin og einstaklingsráðgjöfina. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.