Hér getur þú séð hvað er í brennidepli hjá Visku. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og fjölbreyttri fræðslu fyrir félagsfólk sitt.
Viska hefur nú tryggt samstarf við stéttarfélög á öllum Norðurlöndum, sem markar stóran áfanga í því að efla þjónustu og hagsmunagæslu félagsfólks innan alþjóðlegs vinnumarkaðar. Þetta samstarf tryggir að félagsfólk Visku, sem hyggur á störf eða nám í einhverju af Norðurlöndunum, geti fengið nauðsynlegan stuðning, ráðgjöf og þjónustu hjá systurfélögum Visku í hverju landi.
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni.
Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.
Stjórn og starfsfólk Visku óskar þér og þínum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Viska þakkar frábærar móttökur á fyrsta starfsári sínu.
Kynslóðasáttmáli Visku leggur til 12 aðgerðir í þágu unga fólksins – þarf kynslóðasáttmála í stjórnarsáttmálann?
Viska og stéttarfélagið Djøf í Danmörku hafa undirritað samkomulag um samstarf í þjónustu við félagsfólk.
Fulltrúaráð Visku kom saman 28. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn síðan félagið hóf starfsemi
Desemberuppbót fyrir árið 2024 skal greidd 1. desember og miðast við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Upphæðin er föst krónutala og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamnings.
Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við Reykjavíkurborg 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í síðustu viku og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá Reykjavíkurborg.
Viska undirritaði langtímasamning við Reykjavíkurborg þann 20. nóvember. Félagsfólk í Visku sem vinnur hjá Reykjavíkurborg getur nú greitt atkvæði um samninginn.
Kaupmáttur ungs fólks á aldrinum 30–39 ára hefur staðið í stað í tvo áratugi á Íslandi, þar af í 25 ár hjá körlum. Á sama tíma hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist mun meir á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Kaupmáttur fólks yfir sextugu á Íslandi hefur aukist þrefalt til fjórfalt á við kaupmátt 30-39 ára á öldinni.
Um þetta er fjallað í greiningu Visku í nóvember.
Í dag skrifuðu Viska og samninganefnd Reykjavíkurborgar undir kjarasamning til fjögurra ára.