Fréttir
Kjaraviðræður
Kosning um kjarasamning Visku við Reykjavíkurborg hafin
Höfundur
Gauti Skúlason
Viska undirritaði langtímasamning við Reykjavíkurborg þann 20. nóvember. Félagsfólk í Visku sem vinnur hjá Reykjavíkurborg getur nú greitt atkvæði um samninginn.
Félagsfólk sem fellur undir samninginn fékk kynningu, heildartexta og kjörseðil sendan í tölvupósti í dag. Þau sem ekki hafa fengið póstinn geta haft samband.
Kosningunni lýkur mánudaginn 25. nóvember kl. 12:00 að hádegi og niðurstöður verða tilkynntar á vefsíðu Visku kl. 14:00 sama dag.