Ég vil endurmennta mig
Höfundur
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu þó svo háskólaprófið og draumastarfið séu í höfn. Endurmenntunartækifærin eru fjölmörg og aldrei of seint að læra eitthvað nýtt.
Starfsþróun gengur út á að þróast í starfi, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Þú berð ábyrgð á þinni eigin starfsþróun en hún er ekki síður fjárfesting fyrir vinnustaðinn.
Félagsfólk Visku hefur aðgang að sjóðum sem veita meðal annars styrki til að sækja:
- Nám
- Stök námskeið
- Ráðstefnur og málþing
- Fræðslu- og kynnisferðir
Starfsmenntunarsjóður veitir styrki til náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og fræðslu- og kynnisferða innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.
Starfsþróunarsetur styrkir nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja fólk í starfi. Félagsfólk getur einnig sótt fræðslu hjá fræðslusetrinu Starfsmennt án þess að skerða rétt sinn til annarra styrkja.
Sótt er um styrki í gegnum Mínar síður BHM.
Starfsvettvangur
Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú starfar
Ef þú hefur unnið í fjögur ár eða lengur hjá sömu stofnun áttu rétt á launuðu leyfi til að stunda endurmenntun eða framhaldsnám.
Þú ávinnur þér tveggja vikna námsleyfi á hverju ári en uppsafnaður réttur getur aldrei orðið meiri en sex mánuðir.
Þú getur líka átt rétt á launalausu leyfi ef þér býðst tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni sem tengist starfinu þínu.
Ef þú hefur unnið í fjögur ár hjá borginni áttu rétt á launuðu leyfi til að stunda endurmenntun og/eða framhaldsnám í samræmi við endurmenntunar- og starfsþróunarætlun.
Þú ávinnur þér tveggja vikna námsleyfi á hverju ári en uppsafnaður réttur getur aldrei orðið meiri en sex mánuðir.
Þú átt líka rétt á launalausu leyfi í samræmi við reglur borgarinnar.
Þú átt rétt á halda reglubundnum launum þegar þú sækir fræðslu- eða þjálfunarnámskeið að beiðni vinnuveitanda.
Þú átt rétt á starfsþróunarsamtali einu sinni á ári þar sem m.a. er rætt um þarfir og óskir um þjálfun og símenntun.
Ef þú hefur starfað skv. kjarasamningi Visku og Sambands íslenskra sveitarfélaga samfellt í fimm ár getur þú sótt um launað leyfi í hámark þrjá mánuði til að stunda viðurkennt framhaldsnám.
Þú átt líka rétt á launalausu leyfi ef þér býðst tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni sem tengist starfinu þínu.
Starfsfólk á þess kost að sækja fræðslu- og þjálfunarnámskeið til að viðhalda faglegri þekkingu sinni í samræmi við heildarmarkmið fyrirtækis. Starfsfólk getur óskað eftir námsleyfi, en mat fyrirtækisins ræður úrslitum um hvaða námskeið eða ráðstefnur verða fyrir valinu og hvort forsendur séu fyrir veitingu námsleyfis. Starfsmaður heldur reglubundnum launum á meðan námskeiði stendur og fær greiddan útlagðan kostnað, nema um annað sé sérstaklega samið.
Starfsmenntunarsjóður
Sjóðurinn veitir styrki til náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og fræðslu- og kynnisferða innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.
Allt félagsfólk Visku hefur aðgang að Starfsmenntunarsjóði.Starfsþróunarsetur
Starfsþróunarsetur styrkir nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja fólk í starfi. Félagsfólk getur einnig sótt fræðslu hjá fræðslusetrinu Starfsmennt án þess að skerða rétt sinn til annarra styrkja.
Félagsfólk Visku þarf að sækja sérstaklega um að ganga í Starfsþróunarsetur.
Ítarefni
Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.