Ég missti vinnuna
Höfundur
Bjarni Kristjánsson
Við starfsmissi er gott að vera í sambandi við stéttarfélagið sitt til að skoða vel uppsagnarbréfið og/eða starfslokasamninginn fyrir undirritun og íhuga næstu skref.
Ef uppsögnin stafar af skipulagsbreytingum skiptir miklu máli að kalla alltaf eftir rökstuðningi vegna niðurlagningu starfsins.
Gott er að fara yfir uppsagnarfrestinn og það sem er útistandandandi, eins og orlof og ógreidda yfirvinnu.
Fólk sem fær greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélagsins síns. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur þarf að merkja sérstaklega við reit þess efnis á eyðublaði og Vinnumálastofnun sér um að koma greiðslunni til stéttarfélagsins.
Með því að óska eftir áframhaldandi stéttarfélagsaðild viðheldur þú mikilvægum réttindum, svo sem að fá þjónustu og ráðgjöf frá félaginu þínu og greiðslur úr sjóðum.
Uppsagnarfrestur
Uppsagnarfrestur er að öllu jöfnu 3 mánuðir, en lengri ef starfsmaður hefur unnið meira en tíu ár samfellt hjá sömu stofnun. Þá er uppsagnarfrestur sem hér segir:
- 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára
- 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára
- 6 mánuðir ef hann er orðinn 63 ára
Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Lífeyrisréttindi
Ef félaga Visku er sagt upp starfi og aldur hans er nálægt starfslokaaldri er mikilvægt að skoða lífeyrisréttindin. Viska getur aðstoðað félagsfólk við uppsetningu á starfslokaplani og athugað hvort viðkomandi sé að verða af lífeyrisréttindum við uppsögn.
Get ég greitt áfram í Visku?
Vinnumálastofnun býður uppá að greiða áfram í stéttarfélag.
Uppsagnarfrestur
Uppsagnarfrestur er að öllu jöfnu 3 mánuðir, en lengri ef starfsmaður hefur unnið meira en tíu ár samfellt hjá sömu stofnun. Þá er uppsagnarfrestur sem hér segir:
- 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára
- 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára
- 6 mánuðir ef hann er orðinn 63 ára
Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Lífeyrisréttindi
Ef félaga Visku er sagt upp starfi og aldur hans er nálægt starfslokaaldri er mikilvægt að skoða lífeyrisréttindin. Viska getur aðstoðað félagsfólk við uppsetningu á starfslokaplani og athugað hvort viðkomandi sé að verða af lífeyrisréttindum við uppsögn.
Get ég greitt áfram í Visku?
Vinnumálastofnun býður uppá að greiða áfram í stéttarfélag.
Uppsagnarfrestur
Uppsagnarfrestur af hálfu atvinnurekanda og starfsmanns kemur fram í ráðningarsamningi. Yfirleitt eru þetta 3 mánuðir.
Lífeyrisréttindi
Ef félaga Visku er sagt upp starfi og aldur hans er nálægt starfslokaaldri er mikilvægt að skoða lífeyrisréttindin. Viska getur aðstoðað félagsfólk við uppsetningu á starfslokaplani.
Get ég greitt áfram í Visku?
Vinnumálastofnun býður uppá að greiða áfram í stéttarfélag.
Vinnumálastofnun / Atvinnuleysisbætur
Hægt er að sækja um atvinnuleysisbætur á Mínum síðum hjá Vinnumálastofnu: https://www.vinnumalastofnun.is/umsoknir/umsokn-um-atvinnuleysisbaetur
Endurhæfing / VIRK
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu fólks með heilsubrest sem vill auka þátttöku sína á vinnumarkaði. VIRK býður upp á markvissa einstaklingsmiðaða ráðgjöf og starfsendurhæfingu. Fólk sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort starfsendurhæfing hjá VIRK sé raunhæfur kostur.