Beint í efni
maður horfir ekki í myndavél
Viskumolar

Ég vil ræða slæm sam­skipti, einelti og áreitni

Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

kjara- og réttindamál

Gott starfsumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað. Margt getur haft áhrif á vellíðan þína og mikilvægt er leita ráðgjafar til að bregðast rétt við komi upp alvarlegt vandamál.

Starfsumhverfi þarf að einkennast af gagnkvæmri virðingu í samskiptum svo við getum notið okkar í starfi, lagt okkur fram og sýnt okkar bestu hliðar. Ef eitthvað fer á verri veg hvort sem það er í samskiptum við vinnufélaga, yfirmann eða jafnvel viðskiptavini/þjónustuþega þá er mikilvægt að þau mál séu leyst sem fyrst. Sé það ekki gert er hætta á að mál verði flóknari og alvarlegri og komi niður á heilsu fólks, starfsorku og starfsanda. Það getur því reynst nauðsynlegt að leita aðstoðar og ráðgjafar.

Dæmi um erfið mál sem upp koma á vinnustöðum eru:

  • Slæmur starfsandi
  • Einelti
  • Kynferðisleg áreitni
  • Kynbundin áreitni
  • Ofbeldi

Allt starfsfólk ber ábyrgð á heilbrigðum samskiptum en það er á ábyrgð atvinnurekenda að draga úr hættu á að aðstæður á vinnustað þróist þannig að mál af þessu tagi komi upp. Starfsfólk sem verður vart við slæman starfsanda, einelti, áreitni og ofbeldi ber líka ábyrgð á að upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa um slíkt. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gripið sé til aðgerða.

Á öllum vinnustöðum á að vera til áætlun þar sem m.a. kemur fram hvernig draga á úr áhættu, hvert starfsfólk getur komið kvörtunum á framfæri og til hvaða aðgerða skal grípa.

Afleiðingarnar af óleystum málum valda oft umtalsverðu tjóni fyrir starfsfólk og vinnustað.

Ráðgjafar Visku veita stuðning og leiðbeiningar við þessar erfiðu aðstæður hvort sem málið varðar samskipti, einelti, áreitni eða ofbeldi. Viska getur m.a. beint þolendum kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis í vegvísissamtal til VIRK.

Lög, reglur og skilgreiningar

Hvar á vinnumarkaði starfar þú?

Það getur skipt máli hvar þú starfar hvernig tekið er á málum.