Beint í efni
Ung kona sitjandi úti um sumar með barnavagn
Viskumolar

Ég á von á barni

Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

kjara- og réttindamál

Ef þú átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarftu að huga að ýmsu. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel réttindi þín svo þú getir notið meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.

Vissir þú að barnshafandi fólk á rétt á að fara frá vinnu til að mæta í mæðraskoðun án þess að laun séu dregin af þeim?

Fæðingarorlof

Þú átt rétt á fæðingarorlofi við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er 12 mánuðir sem skiptist jafnt á milli þeirra. Auk þess er foreldrum heimilt að framselja allt að sex vikur sín á milli henti það þeirra aðstæðum betur.

Mánaðarlegar greiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldris í fullu fæðingarorlofi eru 80% af meðaltali heildarlauna. Greiðslan nemur þó að hámarki 700 þúsund krónum á mánuði (m. v. 1.4.2024).

Foreldrar í Visku geta sótt um styrk frá upphæð 100 þúsund krónur vegna fæðingar barns. Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu og andvana fæðingar.

Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf að loknu fæðingarorlofi.

Það er líka gott að vita að það er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður sem tengjast meðgöngu eða fæðingu hafa neikvæð áhrif á umsækjendur um starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsfólks.

Foreldraorlof

Þú átt rétt á launalausu foreldraorlofi í fjóra mánuði. Rétturinn til foreldraorlofs stofnast við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur.  Hann fellur niður þegar barnið nær átta ára aldri.

Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf að loknu foreldraorlofi.

Það er líka gott að vita að það er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður sem tengjast meðgöngu eða fæðingu hafa neikvæð áhrif á umsækjendur um starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsfólks.

Sorgarleyfi

Ef þú verður fyrir því áfalli að missa fóstur eftir 18 vikna meðgöngu, eignast andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu eða missa barn yngra en 18 ára átt þú rétt á sorgarleyfi.

Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og atvinnurekanda helst óbreytt í sorgarleyfi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf að loknu sorgarleyfi.

Það er líka gott að vita að það er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður sem tengjast meðgöngu eða fæðingu hafa neikvæð áhrif á umsækjendur um starf, stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsfólks.

Tæknifrjóvgun og ættleiðing

Félagar í Visku geta sótt um styrk vegna tæknifrjóvgunar í gegnum sjóði BHM. Styrkurinn er að hámarki 120 þúsund krónur á 12 mánaða fresti og nær til 30% kostnaðar af reikningi vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða.

Vegna ættleiðingar erlendis frá getur félagsfólk sótt um styrk upp á 170 þúsund krónur vegna útgjalda við utanför til að sækja barn. Einnig er hægt að sækja um styrk í gegnum Fæðingarorlofssjóð vegna ættleiðingar erlendis frá.

Starfsvettvangur

Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú starfar.