Ég er að fara í launaviðtal
Höfundur
Bjarni Kristjánsson
Starfsfólk hefur samningsbundinn rétt á launaviðtali einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali er yfirmanni skylt að veita það innan tveggja mánaða og á niðurstaða viðtalsins að liggja fyrir innan mánaðar.
Launaviðtalið snýst um fleira en laun:
- Breytingar á vinnutíma eða vinnufyrirkomulag
- Fleiri orlofsdagar
- Aðstaða og vinnutengdur búnaður
- Greiðslur fyrir símanotkun og nettengingu
Mikilvægt er að undirbúa sig vel og líta á launaviðtalið sem samningaviðræður til að ná samningi sem skilar sem bestri niðurstöðu fyrir báða aðila.
Viska getur aðstoðað þig við að gera raunhæfar kröfur sem byggjast á menntun þinn og starfsreynslu.
Í kjarasamningi Visku við ríkið eru almenn ákvæði um réttindi og skyldur, svo sem vinnutíma, orlof og veikindarétt auk almennar launahækkanir. Í kjarasamningnum er einnig fjallað um stofnanasamninga sem Viska gerir við margar stofnanir ríkisins.
Í stofnanasamningum semur Viska við einstakar stofnanir um tiltekna þætti kjarasamningsins. Í gegnum stofnanasamninga hafa stofnanir tækifæri til að umbuna starfsfólki sínum á grundvelli mats á persónu- og tímabundnum þáttum, svo sem menntun, reynslu og frammistöðu.
Viska getur aðstoðað við undirbúning starfsviðtals.Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg notast við starfsmatskerfi til að tryggja að starfsfólki sé ákvarðað laun með eins málefnalegum og hlutlægum hætti og hægt er, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni.
Verkefnastofa Starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og samningsaðila þeirra, þar á meðal Visku.
Starfsmatskerfið er greiningartæki sem metur með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsfólks, óháð hæfni þeirra sem þau vinna. Störf eru sett í launaflokka á grundvelli þess mats.
Viska getur aðstoðað við undirbúning starfsviðtals.Laun og önnur starfskjör háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli launagreiðanda og starfsmanns. Gert ráð fyrir að starfsmaður geti óskað eftir launaviðtali við yfirmann sinn árlega. Samtök atvinnulífsins (SA) gera ráð fyrir að allar almennar launahækkanir skili sér til starfsfólks á almennum vinnumarkaði.
Markmið kjarasamnings Visku og SA er að tryggja félagsfólki Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði sambærileg réttindi og launafólk í öðrum stéttarfélögum á almennum vinnumarkaði.
Viska getur aðstoðað við undirbúning starfsviðtals.