Launahækkanir á almennum vinnumarkaði
Höfundur
Júlíana Guðmundsdóttir
Viska er með kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og í honum er kveðið á um að hækkanir á almennum markaði nái til félagsfólks Visku svo framarlega sem félagsfólk hefur ekki fengið launahækkanir í gegnum samtal við sinn launagreiðanda.
Félagsfólk í Visku sem starfar á almennum vinnumarkaði og vinnur eftir kjarasamningi félagsins við SA á rétt á a.m.k. einu launaviðtali á ári. Þar getur félagsmaður samið um breytingar á sínum kjörum, t.d. hækkun á launum sínum eða hvað annað sem vinnuveitandi og félagsmaður koma sér saman um.
Þegar kemur að launahækkunum þá skal hafa til hliðsjónar þær launabreytingar sem almennt er samið um á almennum markaði.
Í þeim kjarasamningum sem nýverið voru samþykktir á almennum markaði er kveðið á um eftirfarandi lágmarkshækkanir.
- 1. febrúar 2024: 3,25%
- 1. janúar 2025: 3,50%
- 1. janúar 2026: 3,50%
- 1. janúar 2027: 3,50%
Félagsfólk í Visku sem starfar á almennum markaði á að lágmarki rétt á þessum hækkunum.
Ef þú hefur ekki fengið þessa hækkun þá skaltu óska eftir launaviðtali við vinnuveitanda þinn og athugaðu að sérfræðingar Visku geta aðstoðað þig við að undirbúa þig undir viðtalið.
Grein 1.1. Ákvörðun launa
Laun og önnur starfskjör háskólamanna eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns og er gert ráð fyrir að starfsmaður geti árlega óskað eftir viðtali við yfirmann um breytingar á starfskjörum. Æskilegt er að vinnuveitandi hafi frumkvæði að viðtölum við alla starfsmenn sem undir þennan kjarasamning falla, enda hafa starfsmenn væntingar um árlegt viðtal þar sem rædd er frammistaða, starfsumhverfi og þróun launa. Í viðtali um hugsanlegar breytingar á starfskjörum geta vinnuveitandi og starfsmaður m.a. haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum