Beint í efni
Ungur maður í síma horfir ekki í myndavél
Fréttir

Kjara­samn­ings­við­ræð­ur við sveit­ar­fé­lög­in

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Viðræður Visku við sveitarfélögin halda áfram, félagið gerir skýra kröfu um afturvirkni. 

Hlé var gert á kjarasamningsviðræðum við sveitarfélögin í sumar. Fyrir sumarfrí miðaði viðræðunum ágætlega við Reykjavíkurborg, en samtalið var styttra komið í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Undirbúningur fyrir áframhaldandi viðræður hófst á skrifstofu Visku núna strax í byrjun ágúst og heldur áfram inn í haustið.

Félagið vill klára kjarasamninga við sveitarfélögin hratt og vel, án þess að gefa afslátt af sínum kröfum. Ein af ófrávíkjanlegum kröfum Visku gagnvart sveitarfélögunum er að í samningunum sé að finna afturvirkni.

Viska heldur félagsfólki sínu upplýstu um gang kjaramála með reglubundnum hætti. Á fréttasafni á vefsíðu félagsins getur þú fundið allar fréttir um yfirstandandi kjaraviðræður.