Beint í efni
Viska skrifað í sandinn, mynd tekið á ská
Fréttir

Mín Viska

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Mínar síður fyrir félagsfólk Visku litu dagsins ljós fyrr í sumar. Svæðið kallast Mín Viska og er aðgengilegt með innskráningu í gegnum rafræn skilríki eða í gegnum Auðkennisappið.

Í gegnum Mín Viska getur félagsfólk t.d. uppfært upplýsingar um sig, skráð sig í faghópa og fylgst með stöðu erinda. Mínar síður sjóða BHM eru einnig aðgengilegar án innskráningar í gegnum Mín Viska.

Um er að ræða fyrstu útgáfu af þessu innra svæði og í náinni framtíð mun Mín Viska öðlast enn meira vægi í þjónustu félagsins við félagsfólk. Við hvetjum félagsfólk til að fara inn á Mín Viska og yfirfara upplýsingar um sig. Ef einhverjar athugasemdir eða spurningar vakna, þá er hægt að senda inn fyrirspurn.

Mín Viska er aðeins eitt skref í þá átt að stórbæta stafræna þjónustu félagsins. Á döfinni eru spennandi verkefni hjá Visku sem fela í sér nýjungar á sviði stafrænna lausna í þjónustu við félagsfólk.