Beint í efni
1. maí 2024
Fréttir

Nýr kjara­samn­ing­ur við rík­ið

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Í kvöld skrifuðu Viska og samninganefnd ríkisins undir kjarasamning sem gildir til fjögurra ára.

Samningurinn er nýr heildarkjarasamningur sem felur í sér afturvirkni frá 1. apríl. 

„Við hjá Visku erum ánægð með að hafa gengið frá kjarasamningi við ríkið. Við erum sátt með niðurstöðuna og teljum hana góða fyrir okkar félagsfólk. Ekki síður er mikilvægt að með samningnum fylgja sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnast okkar fólki vel,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku.

„Viska er stærsta aðildarfélag BHM og eitt stærsta stéttarfélag á landinu og því er ábyrgðarhluti af okkar hálfu að gera langtímakjarasamning sem tryggir efnhagslegan stöðuleika. Þetta er góður samningur og með honum erum við hjá Visku að leggja okkar á vogarskálarnar um lækkun stýrivaxta sem yrði eitt og sér mikil og raunveruleg kjarabót fyrir okkar félagsfólk,“ segir Júlíana Guðmundsdóttir, aðalsamningamaður Visku og lögfræðingur félagsins.

Viska undirritun við ríkið

Kynning á samningnum

Haldnir verða tveir kynningarfundir um samninginn fyrir félagsfólk Visku hjá ríkinu. Fundirnir verða fjarfundir og verða haldnir annars vegar þriðjudaginn 2. júlí frá kl. 16:00 til 17:00 og miðvikudaginn 3. júlí kl. 12:00 til 13:00.

Krækja á fundinn þriðjudaginn 2. júlí frá kl. 16:00 til 17:00.

Krækja á fundinn miðvikudaginn 3. júlí frá kl. 12:00 til 13:00.

Kosning um samninginn

Kosning um samninginn hefst miðvikudaginn 3. júlí kl. 17:00 og lokar mánudaginn 8. júlí kl. 12:00 að hádegi. Athugið að félagsfólk hjá ríkinu fær sendan tölvupóst með krækju á kosningar um leið og opnað er fyrir þær.