Beint í efni
Þóra Þorgeirsdóttir
Fréttir

Þóra Þor­geirs­dótt­ir ráð­in til Visku

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Ráðning Þóru í ráðgjafa- og þjónustuteymi Visku bæði eflir og breikkar þjónustuframboð félagsins. Ráðningin er mikilvægur liður í fyrirætlunum Visku að byggja upp fyrsta flokks þjónustu við félagsfólk.

Þóra Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin sem ráðgjafi hjá Visku. Hún hefur störf hjá félaginu síðla hausts.

Þóra hefur víðtæka reynslu af þjónustu við fólk á vinnumarkaði og hefur sérhæft sig í að starfa með einstaklingum sem glíma við streitu og kulnun. Hún er sérfræðingur í réttindamálum á vinnumarkaði og hefur unnið að einstaklingsbundinni ráðgjöf þar sem gerðar eru markvissar áætlanir varðandi endurhæfingu ásamt samvinnu við fagaðila.

„Stéttarfélög eru oft fyrsti viðkomustaður fólks í vanda á vinnumarkaði. Í samræmi við þjónustumarkmið Visku er mikilvægt að grípa fólk snemma og leiðbeina í réttu úrræðin. Þá geta samskipti við atvinnurekendur og tengsl við fagaðila skipt sköpum. Það er sannarlega mikill fengur fyrir Visku að fá þá miklu reynslu og þekkingu sem fylgir Þóru til okkar,“ segir Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri Visku.

Þóra hefur í ellefu ár starfað sem ráðgjafi fyrir háskólamenntað fólk hjá VIRK – starfsendurhæfingu, lengst af innan BHM. Þar áður starfaði hún sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.