Félagsnet
Félagsnet myndlistafólks
Félagsnet myndlistafólks heldur utan um félagsfólk Visku sem starfar við menningar- og skapandi greinar sem og myndlistafólk sem starfar við aðrar atvinnugreinar.
Markmið hópsins er að efla faglegt starf listafólks innan Visku, stuðla að aukinni endurmenntun félagsfólks og styðja við rannsóknir á stöðu myndlistafólks á vinnumarkaði, með sérstöku tilliti til sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Hver erum við?
Listsköpun og menningarstarfsemi er hornsteinn íslensks samfélags og myndlistafólk vinnur fjölbreytta vinnu á öllum sviðum vinnumarkaðarins.