387 niðurstöður fundust við leit að „Laun“ í Kjarasamningar
Þegar starfsmaður, sem ekki er ráðinn sem staðgengill yfirmanns, leysir yfirmann sinn af í störfum, t.d. vegna orlofs eða veikinda, og sú afleysing stendur yfir í eina viku eða lengur, skal undirmaður eiga rétt til umbunar fyrir slíka afleysingu með hliðsjón af þeirri ábyrgð og því starfsálagi sem hann verður fyrir. Aðilar skulu semja um slíka umbun áður en til afleysingar kemur.
Heimilt er að greiða hluta fastra mánaðarlauna í erlendum gjaldmiðli eða tengja hluta fastra mánaðarlauna við gengi erlends gjaldmiðils með samkomulagi starfsmanns og atvinnurekanda. Miða skal við sölugengi gjaldmiðilsins á þeim degi (samningsdegi) sem samkomulag starfsmanns og atvinnurekanda er gert. Föst mánaðalaun skal reikna og setja fram á launaseðli á eftirfarandi hátt: 1\. Föst mánaðarlaun í íslenskum krónum á samningsdegi. 2\. Til frádráttar kemur sú krónutala sem samkomulag er um að greiða í erlendum gjaldmiðli eða tengja við gengi erlends gjaldmiðils á samningsdegi. 3\. Hluti fastra mánaðarlauna sem er greiddur eða tengdur erlendum gjaldmiðli (sbr. lið 2), reiknaður í íslenskum krónum á sölugengi erlenda gjaldmiðilsins þremur viðskiptadögum fyrir útborgunardag. Samtala 1-3 getur þó aldrei orðið lægri en sá lágmarkstaxti kjarasamnings sem gildir fyrir viðkomandi starfsgrein. Samtala 1-3 myndar stofn til greiðslu opinberra gjalda og iðgjalda skv. kjarasamningi, s.s. í lífeyris-, félags-, sjúkra-, endurhæfingar-, orlofsheimila- og endurmenntunarsjóði. Starfsmanni og atvinnurekanda er heimilt að semja um að yfirvinna, vaktaálög, bónusar og aðrar greiðslur verði gerðar upp að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldmiðli. Launahækkanir skulu einungis reiknast á lið 1, þ.e. föst mánaðarlaun í íslenskum krónum. Starfsmaður getur hvenær sem er óskað eftir uppsögn samkomulagsins. Setji starfsmaður fram slíka ósk skal atvinnurekandi verða við henni frá og með þarnæstu mánaðamótum frá því hún er sett fram. Starfsmaður skal þá fá laun skv. lið 1 með áorðnum breytingum frá þeim degi sem upphaflegt samkomulag var gert. Starfsmaður og atvinnurekandi skulu gera skriflegt samkomulag um greiðslu launa í erlendum gjaldmiðli eða tengingu launa við erlendan gjaldmiðil. Sjá fylgiskjal.
Heimilt er að semja svo um við starfsmann að vinna utan dagvinnutímabils skv. gr. 2.1.1 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,875% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu upp að fullum vinnuskilum (umsaminn greiddur vinnutími) skv. gr. 2.1. Vinna umfram full dagvinnuskil skv. gr. 2.1. greiðist með yfirvinnukaupi, sé ekki um annað samið.
Tímakaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum skv. gr. 2.2.2 er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sé ekki um annað samið.
Yfirvinna telst sú vinna sem fram fer utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns svo og vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu skv. gr. 2.1.1. Tímakaup fyrir yfirvinnu og vinnu á helgidögum skv. gr. 2.2.1 er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sé ekki um annað samið.
Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir er kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.
Starfsmenn, aðrir en stjórnendur, fá greidda desember- og orlofsuppbót í samræmi við aðalkjarasamninga SA á almennum vinnumarkaði. Heimilt er í ráðningarsamningi að fella uppbætur inn í mánaðarlaun starfsmanns eða semja um annan greiðsluhátt.
Ef starfsmaður fær sérstaklega greitt fyrir vinnu utan dagvinnutímabils, fer um álagsgreiðslur skv. samningi þessum, sé ekki um annað samið. Um yfirvinnu- og stórhátíðarkaup fer skv. gr. 1.7. Um eftirvinnukaup fer skv. gr. 1.8. Um vaktaálag fer skv. gr. 2.6. Um bakvaktaálag fer skv. gr. 2.5.
Útborgun launa skal fara fram mánaðarlega, eigi síðar en fyrsta virkan dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Heimilt er að miða reikningstímabil álagsgreiðslna við annað tímabil en almanaksmánuð.
Dagkaup starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 21,67 í föst mánaðarlaun.
Dagvinnutímakaup starfsmanns er fundið með því að deila tölunni 153,86 í mánaðarlaun fyrir dagvinnu. (Deilitalan miðast við 35,5 virkar vinnustundir á viku, 7,1 virkar vinnustundir á dag og 21,67 vinnudaga á mánaðargrundvelli. Hafi verið samið í ráðningarsamningi um aðra dagvinnuskyldu m.v. fullt starf breytist deilitalan samsvarandi.)
Launakjör á samningstímanum skulu taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki, sem hér segir: 1\. febrúar 2024: 3,25% en þó að lágmarki kr. 23.750 1\. janúar 2025: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750 1\. janúar 2026: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750 1\. janúar 2027: 3,50% en þó að lágmarki kr. 23.750 Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka sem hér segir, nema um annað hafi verið samið: um 3,25% 1. febrúar 2024 og um 3,50% 1. janúar árin 2025, 2026 og 2027: 1\. febrúar 2024: 3,25% 1\. janúar 2025: 3,50% 1\. janúar 2026: 3,50% 1\. janúar 2027: 3,50%
Laun og önnur starfskjör eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns. Um fjárhæð launa, samsetningu þeirra, grundvöll álags- og viðbótargreiðslna o.þ.h. fer samkvæmt ákvæðum ráðningarsamnings. Heimilt skal að semja um föst mánaðarlaun starfsmanns í ráðningarsamningi þar sem tilgreind eru heildarlaun starfsmanns vegna starfa í þágu vinnuveitanda. Með sama hætti er heimilt að semja um fasta þóknun fyrir yfirvinnu sem og annað vinnuframlag starfsmanns sem unnið er utan dagvinnutímabils. Sama á við um þóknun fyrir aðrar skyldur sem starfsmaður undirgengst í ráðningarsamningi. Um form og efni ráðningarsamnings fer skv. gr. 5.1. Launakjör háskólamanna ráðast af því sem um semst á markaði. Við ákvörðun launa milli vinnuveitanda og starfsmanns, skulu laun endurspegla vinnuframlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Gæta skal ákvæða jafnréttislaga við launaákvarðanir. Þegar samið er um laun geta vinnuveitandi og starfsmaður m.a. byggt á launakönnunum sem og skipan launamála hjá viðkomandi vinnuveitanda. Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín, þ.m.t. frammistöðu og markmið og hugsanlegar breytingar á starfskjörum. Vinnuveitandi getur einnig haft frumkvæði að árlegum viðtölum við starfsmenn og ákveður hvenær ársins þau eru tekin. Niðurstaða viðtals skal liggja fyrir innan mánaðar.
Þegar starfsmaður, sem ekki er ráðinn sem staðgengill yfirmanns, leysir yfirmann sinn af í störfum, t.d. vegna orlofs eða veikinda, og sú afleysing stendur yfir í eina viku eða lengur, skal undirmaður eiga rétt til umbunar fyrir slíka afleysingu með hliðsjón af þeirri ábyrgð og því starfsálagi sem hann verður fyrir. Aðilar skulu semja um slíka umbun áður en til afleysingar kemur.
Heimilt er að greiða hluta fastra mánaðalauna í erlendum gjaldmiðli eða tengja hluta fastra mánaðalauna við gengi erlends gjaldmiðils með samkomulagi starfsmanns og atvinnurekanda. Miða skal við sölugengi gjaldmiðilsins á þeim degi (samningsdegi) sem samkomulag starfsmanns og atvinnurekanda er gert. Föst mánaðalaun skal reikna og setja fram á launaseðli á eftirfarandi hátt: Föst mánaðalaun í íslenskum krónum á samningsdegi. Til frádráttar kemur sú krónutala sem samkomulag er um að greiða í erlendum gjaldmiðli eða tengja við gengi erlends gjaldmiðils á samningsdegi. Hluti fastra mánaðalauna sem er greiddur eða tengdur erlendum gjaldmiðli (sbr. lið 2), reiknaður í íslenskum krónum á sölugengi erlenda gjaldmiðilsins þremur viðskiptadögum fyrir útborgunardag. Samtala 1.-3. getur þó aldrei orðið lægri en sá lágmarkstaxti kjarasamnings sem gildir fyrir viðkomandi starfsgrein. Samtala 1.-3. myndar stofn til greiðslu opinberra gjalda og iðgjalda skv. kjarasamningi, s.s. í lífeyris-, félags-, sjúkra-, endurhæfingar-, orlofsheimila- og endurmenntunarsjóði. Starfsmanni og atvinnurekanda er heimilt að semja um að yfirvinna, vaktaálög, bónusar og aðrar greiðslur verði gerðar upp að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldmiðli. Launahækkanir skulu einungis reiknast á lið 1., þ.e. föst mánaðarlaun í íslenskum krónum. Starfsmaður getur hvenær sem er óskað eftir uppsögn samkomulagsins. Setji starfsmaður fram slíka ósk skal atvinnurekandi verða við henni frá og með þarnæstu mánaðamótum frá því hún er sett fram. Starfsmaður skal þá fá laun skv. lið 1. með áorðnum breytingum frá þeim degi sem upphaflegt samkomulag var gert. Starfsmaður og atvinnurekandi skulu gera skriflegt samkomulag um greiðslu launa í erlendum gjaldmiðli eða tengingu launa við erlendan gjaldmiðil. Sjá fylgiskjal.
Heimilt er að semja svo um við starfsmann að vinna utan dagvinnutímabils skv. gr. 2.1.1 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,875% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu upp að fullum vinnuskilum (umsaminn greiddur vinnutími) skv. gr. 2.1. Vinna umfram full dagvinnuskil skv. gr. 2.1. greiðist með yfirvinnukaupi, sé ekki um annað samið.
Tímakaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum skv. gr. 2.2.2 er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sé ekki um annað samið.
Yfirvinna telst sú vinna sem fram fer utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns svo og vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu skv. gr. 2.1.1. Tímakaup fyrir yfirvinnu og vinnu á helgidögum skv. gr. 2.2.1 er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sé ekki um annað samið.
Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir er kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.
Ákvæði 1.5.1 nær ekki til ráðningarsamninga sem í gildi eru við gildistöku kjarasamnings aðila 1. október 2008.