Beint í efni
Félagsnet

Fé­lagsnet fjöl­skyldu­fræð­inga

Fjölskyldumeðferð er árangursríkt meðferðarúrræði þar sem tekið er mið af fjölskyldunni sem heild og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Fjölskyldufræðingar í Visku geta skráð sig í félagsnet fjölskyldufræðinga.

Félagsnet fjölskyldufræðinga innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum fjölskyldufræðinga. Megintilgangur hópsins er að efla faglegt starf fjölskyldufræðinga, stuðla að aukinni endurmenntun og þekkingu, og veita fjölskyldufræðingum faglegt umhverfi innan BHM. 

Talsmaður fjölskyldufræðinga í fulltrúaráði Visku er Anna Rakel Aðalsteinsdóttir.

Hver erum við?

Fjölskyldumeðferð er árangursríkt meðferðarúrræði þar sem tekið er mið af fjölskyldunni sem heild og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Fjölskyldufræðingar starfa innan heilbrigðis- og félagslega kerfisins, sem og í þriðja- og einkageiranum. 

Fjölskyldufræðingar vinna með einstaklinga, pör eða fjölskylduna í heild sinni eða að hluta og koma m.a. að áföllum af ýmsum toga, áskorunum í barnauppeldi, pararáðgjöf, skilnaðarráðgjöf, sorgarferli og ef veikindi koma upp innan fjölskyldu. Fjölskyldufræðingar vinna út frá gagnreyndum aðferðum og til að mega starfa sem fjölskyldufræðingar þarf að ljúka viðurkenndu námi á meistarastigi.