Félagsnet
Félagsnet djákna
Djáknar eru vígðir af biskupi og sinna fjölþættri kærleiksþjónustu. Djáknar í Visku geta skráð sig í félagsnet djákna.
Félagsnet djákna innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum djákna. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör og réttindi djákna og endurmenntun þeirra.
Talsmaður djákna í fulltrúaráði Visku er Elísabet Gísladóttir.
Hver erum við?
Djáknar eru vígðir af biskupi til að starfa við söfnuði, félagasamtök og hjúkrunarstofnanir. Hlutverk þeirra er að sinna fjölþættri kærleiksþjónustu, með sálgæslu, fræðslu og hvers kyns félags- og hópastarfi með fólki á öllum aldri.