Félagsnet tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi
Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Fagfólk í tómstundastarfi í Visku geta skráð sig í félagsnet tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi.
Félagsnet tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum fagfólks í tómstundastarfi. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi og endurmenntun þeirra.
Talsmaður fagfólks í tómstundastarfi í fulltrúaráði Visku er Gísli Rúnar Gylfason.
Hver erum við?
Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Í tómstunda- og félagsmálafræði er fjallað um gildi, þýðingu og hlutverk tómstunda- og félagsmálastarfs fyrir fólk á öllum aldri.
Sérfræðiþekking tómstunda- og félagsmálafræðinga felst m.a. í að leiða saman hópa, stuðla að félagslegum þroska og hæfni með fjölbreyttum viðfangsefnum.