5 niðurstöður fundust við leit að „orlofsréttur“ í Efni Visku
Orlofslög kveða á um rétt og skyldu starfsfólks til að taka sér árlegt frí frá störfum sem það nýtir í hvíld og endurnæringu. Í því felst bæði réttur til að taka leyfi frá störfum og réttur til launagreiðslna meðan á orlofinu stendur. Orlofslög kveða á um rétt og skyldu starfsfólks til að taka sér árlegt frí frá störfum sem það nýtir í hvíld og endurnæringu. Í því felst bæði réttur til að taka leyfi frá störfum og réttur til launagreiðslna meðan á orlofinu stendur.
Félagsfólk í Visku vinnur fjölbreytt störf á öllum sviðum samfélagsins, hjá hinu opinbera og í fyrirtækjum á almennum markaði. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur Visku vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.
Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Foreldri er heimilt að framselja sex vikur af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins. Heildarréttur foreldra er því 12 mánuðir.
Að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði meðfram háskólanámi getur verið krefjandi og það er margt sem þarf að huga að. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska stéttarfélag hafa tekið höndum saman til þess að tryggja hagsmuni háskólanema á vinnumarkaði.
Mismunandi ákvæði um uppsögn og málsmeðferð geta verið í gildi milli ólíkra vinnumarkaða samkvæmt lögum og kjarasamningum. Félagsfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Visku til að kanna rétt sinn ef mál þess er komið í farveg uppsagnar af hálfu vinnuveitanda, eða það hyggst sjálft segja upp.