Beint í efni

Veikindaréttur

Allt launafólk á rétt á launum frá vinnuveitanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort félagsmaður er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði.

Tilkynna ber yfirmanni um veikindi við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari hann fram á það. Greiðir hann þá gjaldið fyrir vottorðið.  

Sjúkra- og styrktarsjóðir

Félagsmenn aðildarfélaga BHM geta sótt um sjúkradagpeninga þegar réttur til launa í veikindum hefur verið fullnýttur eða ef viðkomandi er ekki lengur í ráðningarsambandi. Sjúkrasjóður er starfsræktur fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði og styrktarsjóður fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarki. Sjá nánar um styrki og sjóði BHM

Þá eiga einstaklingar sem búa við skerta vinnufærni rétt á aðstoð úr hinu félagslega kerfi, þ.m.t. rétt til starfsendurhæfingar og endurhæfingarlífeyris

Gögn þessi koma frá BHM, seinast uppfærð 6. september 2023.